Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þróunarsamvinna Jarðhiti Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun