Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:31 „Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun