Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar 4. nóvember 2025 21:01 Það er í eðli hvers manns að vilja vita sannleikann þegar ástvinur deyr við óljósar eða hörmulegar aðstæður. Þörfin fyrir svör sprettur ekki af tortryggni eða hefndarþorsta, heldur af ást, virðingu og þeirri djúpu þörf mannsins að skilja og sættast við það sem gerðist.Fyrir fjölskyldu Kristins Hauks Jóhannessonar hefur þessi leit ekki verið einhver ný “herferð”, eins og stundum hefur verið látið að liggja. Sannleikurinn er sá að maður minn, Þorkell Kristinsson, hefur alla tíð alist upp við þá trú að faðir hans hafi látist í bílslysi á Óshlíðinni í september 1973. Fyrir mann sem ólst upp á Vestfjörðum, þar sem Óshlíðarvegur var um árabil einn hættulegasti vegakafli landsins, var ekkert óeðlilegt við þá trú. Engin ástæða var til að efast Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum þegar hálfbróðir Kristins Hauks, Þórólfur Hilbert, fór að grafa ofan í söguna að spurningar fóru að vakna. Þórólfur, sem komst ekki að tilvist bróður síns fyrr en á fullorðinsárum, hefur sýnt ótrúlega elju og virðingu í að kynnast lífi manns sem hann aldrei hitti. Í gegnum hann höfum við sem fjölskylda fengið að kynnast drengnum Kristni Hauki — 19 ára ungum manni, glaðlyndum, uppátækjasömum, fluggáfuðum, líklega með mikinn athyglisbrest, sem elskaði traktorinn sinn og hraðann. Hann lifði hratt — og dó alltof snemma. Það var ekki fjölskyldan sem óskaði eftir því að líkamsleifar Kristins Hauks yrðu grafnar upp og að málið yrði opið öllum. Það var fjölskyldunni afar erfitt.. Fyrsta viðbragðið var nei — því slíkt er ekki einfalt. Það er dýpsta inngrip í frið látins manns og sorg ástvina. En með hugrekki var ákveðið að samþykkja, í þeirri veiku von að réttarmeinafræðileg rannsókn myndi loks varpa skýru ljósi á það sem gerðist og við fengjum einhver svör. En svo fór ekki. Í stað svara fengum við fleiri spurningar. Rannsóknin, sem átti að skýra sannleikann, var byggð á afar þröngum grunni. Hún tók ekki mið af myndum frá vettvangi, ekki af ástandi bílsins, ekki af nýjum myndum eða vitnisburði þeirra sem komu að eftir slysið. Hún byggðist nær eingöngu á fimmtíu ára gömlum vitnisburði tveggja einstaklinga sem voru í bílnum — og á áliti meinafræðings sem sagði að “niðurstöður benda mögulega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing slyss.” Það sem margir virðast ekki skilja er að þessi niðurstaða er ekki staðfesting. Hún er í raun viðurkenning á óvissu. Á vísindalegum “vissuskala” þýðir “bendir mögulega til” að það séu einkenni sem geta passað við slys – en að aðrir möguleikar séu jafn líklegir. Á mannamáli: meinafræðin útilokar ekki að þetta hafi verið slys, en hún staðfestir það ekki heldur. Og það er einmitt hér sem vandinn liggur. Réttarmeinafræðin getur aðeins greint hvað olli dauða líkamlega — en hún getur ekki sagt hvernig það gerðist. Ef meinafræðingur fær ekki að sjá heildarmyndina — vettvang, stöðu líkama, myndir af bílnum, frásagnir vitna — þá eru niðurstöðurnar ófullkomnar. Þær verða aðeins ágiskun, ekki staðfesting. Það sem Snorri Konráðsson hefur gert í kjölfarið, er að skoða þetta mál á þann hátt sem átti að gera frá byrjun — með vísindalegri nálgun. Hann hefur greint myndir, vettvang, bílinn sjálfan og eðlisfræðina á bak við atburðarásina. Og niðurstaðan er einföld, skýr og mælanleg: Sú lýsing sem gefin var — að bíllinn hafi oltið þrjár veltur niður 30 metra stórgrýtta hlíð — getur ekki hafa átt sér stað. Ford Galaxie 500, fjögurra dyra bíll sem vegur nærri tvö tonn, hefði við slíkt fall orðið að járnhrúgu. Þak hefði fallið saman, rúður brotnað, hurðir rifist úr lamir. Enginn bíll frá 1967, án öryggisgrinda eða styrkinga, kæmist út úr slíkum veltum heill að ofan og með rúður heilar öðrum megin. Þetta er ekki tilfinning, ekki tilgáta — heldur staðreynd byggð á eðlisfræði og sjónrænni greiningu. Myndirnar sýna annað: bíllinn stendur beinn, toppur heill, vinstri hlið nánast ósnert, rúður þeim megin óbrotnar og óskemmdur hliðarspegill, hægri hlið brotin. Framrúðan hefur gengið inn en ekki brotnað. Þetta bendir til þess að bíllinn hafi farið fram af brúninni, lent harkalega á hægri hlið, hrokkið á hjól og stöðvast. Það er raunhæf og samræmd atburðarás. Þrefaldar veltur? Ómögulegt. Fyrir fjölskyldu Kristins Hauks snýst þetta ekki um ásakanir eða hefnd. Það snýst um ást og virðingu fyrir manni sem átti ekki að hverfa í óvissu. Það snýst um rétt fólks til að fá heildstæða, vandaða og faglega rannsókn — byggða á staðreyndum, ekki tilfinningum. Það snýst um ábyrgð þeirra sem rannsaka dauðsföll til að horfa á alla myndina, ekki aðeins hluta hennar. Því þegar niðurstaða byggist á setningunni “aðrir möguleikar eru jafn líklegir,” þá er einfaldlega ekki hægt að kalla það lokaúrskurð. Þá þarf að leita áfram, spyrja meira, skoða betur — með vísindum, ekki með tilfinningum. Kristinn Haukur var aðeins 19 ára þegar hann lést. Hann átti framtíðina fyrir sér, fjölskyldu og ungan son sem hann fékk aldrei að sjá vaxa úr grasi. Ættbogi hans er stór, þrátt fyrir að hafa einungis eignast eitt barn á sinni stuttu ævi. Hann skilur eftir sig ein son, sex barnabörn tvö barnabarnabörn, systur og fjölda hálfsystkina. Það minnsta sem hægt er að gera fyrir hann, og fyrir alla þá sem eftir lifa, er að leita sannleikans af virðingu, nákvæmni og fagmennsku. Því sannleikurinn þarf ekki að vera þægilegur. Hann þarf bara að vera sannur. Höfundur er eiginkona Þorkels Kristinssonar og tengdadóttir Kristins Hauks Jóhannessonar, f.1954-d.1973 á Óshlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er í eðli hvers manns að vilja vita sannleikann þegar ástvinur deyr við óljósar eða hörmulegar aðstæður. Þörfin fyrir svör sprettur ekki af tortryggni eða hefndarþorsta, heldur af ást, virðingu og þeirri djúpu þörf mannsins að skilja og sættast við það sem gerðist.Fyrir fjölskyldu Kristins Hauks Jóhannessonar hefur þessi leit ekki verið einhver ný “herferð”, eins og stundum hefur verið látið að liggja. Sannleikurinn er sá að maður minn, Þorkell Kristinsson, hefur alla tíð alist upp við þá trú að faðir hans hafi látist í bílslysi á Óshlíðinni í september 1973. Fyrir mann sem ólst upp á Vestfjörðum, þar sem Óshlíðarvegur var um árabil einn hættulegasti vegakafli landsins, var ekkert óeðlilegt við þá trú. Engin ástæða var til að efast Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum þegar hálfbróðir Kristins Hauks, Þórólfur Hilbert, fór að grafa ofan í söguna að spurningar fóru að vakna. Þórólfur, sem komst ekki að tilvist bróður síns fyrr en á fullorðinsárum, hefur sýnt ótrúlega elju og virðingu í að kynnast lífi manns sem hann aldrei hitti. Í gegnum hann höfum við sem fjölskylda fengið að kynnast drengnum Kristni Hauki — 19 ára ungum manni, glaðlyndum, uppátækjasömum, fluggáfuðum, líklega með mikinn athyglisbrest, sem elskaði traktorinn sinn og hraðann. Hann lifði hratt — og dó alltof snemma. Það var ekki fjölskyldan sem óskaði eftir því að líkamsleifar Kristins Hauks yrðu grafnar upp og að málið yrði opið öllum. Það var fjölskyldunni afar erfitt.. Fyrsta viðbragðið var nei — því slíkt er ekki einfalt. Það er dýpsta inngrip í frið látins manns og sorg ástvina. En með hugrekki var ákveðið að samþykkja, í þeirri veiku von að réttarmeinafræðileg rannsókn myndi loks varpa skýru ljósi á það sem gerðist og við fengjum einhver svör. En svo fór ekki. Í stað svara fengum við fleiri spurningar. Rannsóknin, sem átti að skýra sannleikann, var byggð á afar þröngum grunni. Hún tók ekki mið af myndum frá vettvangi, ekki af ástandi bílsins, ekki af nýjum myndum eða vitnisburði þeirra sem komu að eftir slysið. Hún byggðist nær eingöngu á fimmtíu ára gömlum vitnisburði tveggja einstaklinga sem voru í bílnum — og á áliti meinafræðings sem sagði að “niðurstöður benda mögulega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing slyss.” Það sem margir virðast ekki skilja er að þessi niðurstaða er ekki staðfesting. Hún er í raun viðurkenning á óvissu. Á vísindalegum “vissuskala” þýðir “bendir mögulega til” að það séu einkenni sem geta passað við slys – en að aðrir möguleikar séu jafn líklegir. Á mannamáli: meinafræðin útilokar ekki að þetta hafi verið slys, en hún staðfestir það ekki heldur. Og það er einmitt hér sem vandinn liggur. Réttarmeinafræðin getur aðeins greint hvað olli dauða líkamlega — en hún getur ekki sagt hvernig það gerðist. Ef meinafræðingur fær ekki að sjá heildarmyndina — vettvang, stöðu líkama, myndir af bílnum, frásagnir vitna — þá eru niðurstöðurnar ófullkomnar. Þær verða aðeins ágiskun, ekki staðfesting. Það sem Snorri Konráðsson hefur gert í kjölfarið, er að skoða þetta mál á þann hátt sem átti að gera frá byrjun — með vísindalegri nálgun. Hann hefur greint myndir, vettvang, bílinn sjálfan og eðlisfræðina á bak við atburðarásina. Og niðurstaðan er einföld, skýr og mælanleg: Sú lýsing sem gefin var — að bíllinn hafi oltið þrjár veltur niður 30 metra stórgrýtta hlíð — getur ekki hafa átt sér stað. Ford Galaxie 500, fjögurra dyra bíll sem vegur nærri tvö tonn, hefði við slíkt fall orðið að járnhrúgu. Þak hefði fallið saman, rúður brotnað, hurðir rifist úr lamir. Enginn bíll frá 1967, án öryggisgrinda eða styrkinga, kæmist út úr slíkum veltum heill að ofan og með rúður heilar öðrum megin. Þetta er ekki tilfinning, ekki tilgáta — heldur staðreynd byggð á eðlisfræði og sjónrænni greiningu. Myndirnar sýna annað: bíllinn stendur beinn, toppur heill, vinstri hlið nánast ósnert, rúður þeim megin óbrotnar og óskemmdur hliðarspegill, hægri hlið brotin. Framrúðan hefur gengið inn en ekki brotnað. Þetta bendir til þess að bíllinn hafi farið fram af brúninni, lent harkalega á hægri hlið, hrokkið á hjól og stöðvast. Það er raunhæf og samræmd atburðarás. Þrefaldar veltur? Ómögulegt. Fyrir fjölskyldu Kristins Hauks snýst þetta ekki um ásakanir eða hefnd. Það snýst um ást og virðingu fyrir manni sem átti ekki að hverfa í óvissu. Það snýst um rétt fólks til að fá heildstæða, vandaða og faglega rannsókn — byggða á staðreyndum, ekki tilfinningum. Það snýst um ábyrgð þeirra sem rannsaka dauðsföll til að horfa á alla myndina, ekki aðeins hluta hennar. Því þegar niðurstaða byggist á setningunni “aðrir möguleikar eru jafn líklegir,” þá er einfaldlega ekki hægt að kalla það lokaúrskurð. Þá þarf að leita áfram, spyrja meira, skoða betur — með vísindum, ekki með tilfinningum. Kristinn Haukur var aðeins 19 ára þegar hann lést. Hann átti framtíðina fyrir sér, fjölskyldu og ungan son sem hann fékk aldrei að sjá vaxa úr grasi. Ættbogi hans er stór, þrátt fyrir að hafa einungis eignast eitt barn á sinni stuttu ævi. Hann skilur eftir sig ein son, sex barnabörn tvö barnabarnabörn, systur og fjölda hálfsystkina. Það minnsta sem hægt er að gera fyrir hann, og fyrir alla þá sem eftir lifa, er að leita sannleikans af virðingu, nákvæmni og fagmennsku. Því sannleikurinn þarf ekki að vera þægilegur. Hann þarf bara að vera sannur. Höfundur er eiginkona Þorkels Kristinssonar og tengdadóttir Kristins Hauks Jóhannessonar, f.1954-d.1973 á Óshlíð.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun