Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 13:31 Það er ekki laust við að það hafi gengið illa hjá ríkisstjórninni að ná heyinu í hlöðu á hinu svokallaða “verðmætasköpunarhausti” sem boðað var af miklum móð seinni part sumars. Ríkisstjórnin virðist þó hafa verið meira spennt fyrir því að ætla að skattleggja atvinnuvegi, sér í lagi þá sem skipta mestu máli fyrir landsbyggðina ef vel gengi í verðmætasköpunarhaustinu. Því hið meinta verðmætasköpunarhaust sem boðað var átti nefnilega að vera upptaktur af skattlagningu á skattlagningu ofan á atvinnuvegina. Það var byrjað með áhlaupi á útgerðina í vor. Kjarnorkuákvæðinu var beitt til að beygja andstöðuna í duftið og svo skáluðu stjórnarliðar vel og vandlega fyrir því að hafa haft útgerðina undir. Þau áttuðu sig kannski ekki að svona hlutir hafa afleiðingar sem eru farnar að birtast nú þegar í uppsögnum starfsfólks, sölu á skipum og lokun á fiskvinnslum. Það snjóaði snemma Um það leyti sem verðmætasköpunarhaustið var boðað hjá ríkisstjórninni fóru hins vegar skýin að hrannast upp og fyrstu hretin fóru að gera vart við sig. PCC á Bakka búið að loka og óvíst að það opni aftur, Play fór í þrot, nær 70% af framleiðslugetu álversins á Grundartanga úr leik, fasteignamarkaðurinn botnfrosinn og samdráttur í ferðaþjónustu sem birtist meðal annars í hópuppsögn og minna framboði hjá Icelandair. Einnig er algjör óvissa í lánamálum vegna dóms Hæstaréttar þar sem ríkisstjórnin var ekki tilbúin með aðgerðir til að bregðast við, þrátt fyrir að það hafi legið fyrir mjög lengi að þetta yrði líklega niðurstaðan. Svo ofan í kaupið er verið að bæta hlaðborði af sköttum og álögum á venjulegt fólk í framlögðu fjárlagafrumvarpi. Svo sem vörugjöld á bíla, kílómetragjald og skattlagningu á ferðamenn. Allt þetta er síðan gert í kraft þeirrar sannfæringar að það sé „gott“ fyrir fólk að borga þessa skatta til að auka veg ríkisbáknsins af því að ríkisstjórnin kunni betur að fara með þessa peninga en fólkið í landinu. Kafaldsbylur Þegar hretið sem gekk yfir þjóðina var farið að breytast í byl ákvað Frostavetursríkisstjórnin að boða til fundar til að kynna stóran húsnæðispakka. Sem reyndist eftir á að hyggja vera meira í líkingu við smápakka eða skógjöf á aðventunni. Þar var aftur tilkynnt um enn eina skattlagninguna sem í þetta skiptið beinist gegn leigutekjum þeirra einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Sem mun aðeins gera eitt, leigan mun hækka. Sem aftur mun hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og skapa hækkandi verðbólgu sem mun þýða enn hærri vexti og lánin hjá almenningi hækka. Það var reyndar einnig tilkynnt að það ætti að byggja nokkur þúsund íbúðir í almenna íbúðakerfinu fyrir venjulegt fólk, það gleymdist bara að taka fram að það kerfi er fyrir fólk undir tekju og eignamörkum og er leigukerfi en ekki eigna fyrirkomulag. Þannig að ríkisstjórnin ætlar að reyna halda fólki á leigumarkaði frekar en að fólk geti eignast eigið húsnæði. En það hefði hún getað gert með því að miða aðgerðir að lækkun verðbólgu og lækkun vaxta. Átakanlegt aðgerðaleysi Þegar allt þetta er saman dregið er komin kreppa á Íslandi. Hundruðir einstaklinga hafa misst vinnuna, fyrirtæki eru byrjuð að fara í þrot, verðbólga hækkar bara, vextir lækka ekki neitt, húsnæðismarkaður og byggingargeirinn að leggjast í dvala og ekkert er gert. Ríkisstjórnin hefur öll vopn í höndum sínum til að snúa þessu við en trú þeirra á sinn eigin sannleika um hvernig samfélaginu skal fyrir komið vefst fyrir þeim. Það þarf nefnilega ennþá að framleiða og búa til verðmæti til þess að standa undir velferð. Verðmætin verða ekki til í ríkissjóði þau verða til hjá fyrirtækjunum í landinu. Ríkisstjórnin gæti til að mynda sett myndarlegt framlag í markaðsetningu í ferðaþjónustu og fjölgað ferðamönnum á ný, aukið gjaldeyristekjur fjölgað störfum o.s.frv. Þetta hefur ferðaþjónustan sjálf meðal annars bent á. Hún gæti líka losað um höft á húsnæðismarkaði með lagasetningu á sveitarfélög til að tryggja framboð á byggingarlóðum og svo margt margt fleira. Frasapólitíkin hefur náð yfirhöndinni með stórum orðum en engu innihaldi. Það er ekkert plan, sleggjan er horfin og sennilega er hann genginn í garð veturinn sem allir óttuðust; Frostaveturinn mikli. Höfundur er ritari Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að það hafi gengið illa hjá ríkisstjórninni að ná heyinu í hlöðu á hinu svokallaða “verðmætasköpunarhausti” sem boðað var af miklum móð seinni part sumars. Ríkisstjórnin virðist þó hafa verið meira spennt fyrir því að ætla að skattleggja atvinnuvegi, sér í lagi þá sem skipta mestu máli fyrir landsbyggðina ef vel gengi í verðmætasköpunarhaustinu. Því hið meinta verðmætasköpunarhaust sem boðað var átti nefnilega að vera upptaktur af skattlagningu á skattlagningu ofan á atvinnuvegina. Það var byrjað með áhlaupi á útgerðina í vor. Kjarnorkuákvæðinu var beitt til að beygja andstöðuna í duftið og svo skáluðu stjórnarliðar vel og vandlega fyrir því að hafa haft útgerðina undir. Þau áttuðu sig kannski ekki að svona hlutir hafa afleiðingar sem eru farnar að birtast nú þegar í uppsögnum starfsfólks, sölu á skipum og lokun á fiskvinnslum. Það snjóaði snemma Um það leyti sem verðmætasköpunarhaustið var boðað hjá ríkisstjórninni fóru hins vegar skýin að hrannast upp og fyrstu hretin fóru að gera vart við sig. PCC á Bakka búið að loka og óvíst að það opni aftur, Play fór í þrot, nær 70% af framleiðslugetu álversins á Grundartanga úr leik, fasteignamarkaðurinn botnfrosinn og samdráttur í ferðaþjónustu sem birtist meðal annars í hópuppsögn og minna framboði hjá Icelandair. Einnig er algjör óvissa í lánamálum vegna dóms Hæstaréttar þar sem ríkisstjórnin var ekki tilbúin með aðgerðir til að bregðast við, þrátt fyrir að það hafi legið fyrir mjög lengi að þetta yrði líklega niðurstaðan. Svo ofan í kaupið er verið að bæta hlaðborði af sköttum og álögum á venjulegt fólk í framlögðu fjárlagafrumvarpi. Svo sem vörugjöld á bíla, kílómetragjald og skattlagningu á ferðamenn. Allt þetta er síðan gert í kraft þeirrar sannfæringar að það sé „gott“ fyrir fólk að borga þessa skatta til að auka veg ríkisbáknsins af því að ríkisstjórnin kunni betur að fara með þessa peninga en fólkið í landinu. Kafaldsbylur Þegar hretið sem gekk yfir þjóðina var farið að breytast í byl ákvað Frostavetursríkisstjórnin að boða til fundar til að kynna stóran húsnæðispakka. Sem reyndist eftir á að hyggja vera meira í líkingu við smápakka eða skógjöf á aðventunni. Þar var aftur tilkynnt um enn eina skattlagninguna sem í þetta skiptið beinist gegn leigutekjum þeirra einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Sem mun aðeins gera eitt, leigan mun hækka. Sem aftur mun hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og skapa hækkandi verðbólgu sem mun þýða enn hærri vexti og lánin hjá almenningi hækka. Það var reyndar einnig tilkynnt að það ætti að byggja nokkur þúsund íbúðir í almenna íbúðakerfinu fyrir venjulegt fólk, það gleymdist bara að taka fram að það kerfi er fyrir fólk undir tekju og eignamörkum og er leigukerfi en ekki eigna fyrirkomulag. Þannig að ríkisstjórnin ætlar að reyna halda fólki á leigumarkaði frekar en að fólk geti eignast eigið húsnæði. En það hefði hún getað gert með því að miða aðgerðir að lækkun verðbólgu og lækkun vaxta. Átakanlegt aðgerðaleysi Þegar allt þetta er saman dregið er komin kreppa á Íslandi. Hundruðir einstaklinga hafa misst vinnuna, fyrirtæki eru byrjuð að fara í þrot, verðbólga hækkar bara, vextir lækka ekki neitt, húsnæðismarkaður og byggingargeirinn að leggjast í dvala og ekkert er gert. Ríkisstjórnin hefur öll vopn í höndum sínum til að snúa þessu við en trú þeirra á sinn eigin sannleika um hvernig samfélaginu skal fyrir komið vefst fyrir þeim. Það þarf nefnilega ennþá að framleiða og búa til verðmæti til þess að standa undir velferð. Verðmætin verða ekki til í ríkissjóði þau verða til hjá fyrirtækjunum í landinu. Ríkisstjórnin gæti til að mynda sett myndarlegt framlag í markaðsetningu í ferðaþjónustu og fjölgað ferðamönnum á ný, aukið gjaldeyristekjur fjölgað störfum o.s.frv. Þetta hefur ferðaþjónustan sjálf meðal annars bent á. Hún gæti líka losað um höft á húsnæðismarkaði með lagasetningu á sveitarfélög til að tryggja framboð á byggingarlóðum og svo margt margt fleira. Frasapólitíkin hefur náð yfirhöndinni með stórum orðum en engu innihaldi. Það er ekkert plan, sleggjan er horfin og sennilega er hann genginn í garð veturinn sem allir óttuðust; Frostaveturinn mikli. Höfundur er ritari Framsóknar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun