PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 22:16 Fagna einu sjö marka sinna. EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil. Leikurinn var í raun formsatriði fyrir stórlið PSG. Það var þó ekki að sjá þar sem PSG slakaði aldrei á og gjörsigraði andstæðinga sína í kvöld. Bradley Barcola skoraði eftir 20 mínútur í kjölfar undirbúnings Fábian Ruiz. Á 39. mínútu lagði Barcola svo upp fyrir Khvicha Kvaratskhelia. Staðan því 2-0 í hálfleik og 5-0 samanlagt. Vitinha bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Ruiz á 59. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Désiré Doué eftir sendingu Gonçalo Ramos. Það var svo bakvörðurinn Nuno Mendes sem bætti fimmta markinu við á 69. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Mendes fagnar marki sínu.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ramos og Doué sneru dæminu svo við þegar sá fyrrnefndi skoraði sjötta mark leiksins. Senny Mayulu bætti svo sjöunda markinu við eftir sendingu Kvaratskhelia á 86. mínútu. Lokatölur í París 7-0 og PSG mætir Liverpool eða Barcelona í 16-liða úrslitum. Í Eindhoven mættust PSV og Juventus. Gestirnir frá Ítalíu leiddu 2-1 eftir fyrri leikinn og hvorugt lið tók því áhættur strax í fyrri hálfleik, staðan markalaus að honum loknum. Í Þýskalandi var Sporting Lissabon í heimsókn hjá Borussia Dortmund. Heimamenn í Dortmund voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og sást það á leik kvöldsins. Gulir gerðu það sem þurfti til og skoruðu meira að segja mark sem var dæmt af áður en flautað var til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Dortmund mætir annað hvort Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum. Dortmund er komið áfram.EPA-EFE/FABIAN STRAUCH Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Leikurinn var í raun formsatriði fyrir stórlið PSG. Það var þó ekki að sjá þar sem PSG slakaði aldrei á og gjörsigraði andstæðinga sína í kvöld. Bradley Barcola skoraði eftir 20 mínútur í kjölfar undirbúnings Fábian Ruiz. Á 39. mínútu lagði Barcola svo upp fyrir Khvicha Kvaratskhelia. Staðan því 2-0 í hálfleik og 5-0 samanlagt. Vitinha bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Ruiz á 59. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Désiré Doué eftir sendingu Gonçalo Ramos. Það var svo bakvörðurinn Nuno Mendes sem bætti fimmta markinu við á 69. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Mendes fagnar marki sínu.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ramos og Doué sneru dæminu svo við þegar sá fyrrnefndi skoraði sjötta mark leiksins. Senny Mayulu bætti svo sjöunda markinu við eftir sendingu Kvaratskhelia á 86. mínútu. Lokatölur í París 7-0 og PSG mætir Liverpool eða Barcelona í 16-liða úrslitum. Í Eindhoven mættust PSV og Juventus. Gestirnir frá Ítalíu leiddu 2-1 eftir fyrri leikinn og hvorugt lið tók því áhættur strax í fyrri hálfleik, staðan markalaus að honum loknum. Í Þýskalandi var Sporting Lissabon í heimsókn hjá Borussia Dortmund. Heimamenn í Dortmund voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og sást það á leik kvöldsins. Gulir gerðu það sem þurfti til og skoruðu meira að segja mark sem var dæmt af áður en flautað var til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Dortmund mætir annað hvort Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum. Dortmund er komið áfram.EPA-EFE/FABIAN STRAUCH
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31