Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 16:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar. vísir/vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa. Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa.
Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?