Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar 24. janúar 2025 12:30 Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun