Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 14:53 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira