Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 3. janúar 2025 12:02 Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Því er ekki eins farið með opinber fyrirtæki. Maður verður stundum orðlaus yfir því sem stjórnendum opinberra fyrirtækja dettur í hug þegar kemur að rekstri þeirra. Isavia ohf. er í eigu okkar allra og þar af leiðandi má segja að þjóðin eigi þá fjármuni sem stjórnendur Isavia eru að höndla með. Annað hvort hafa þeir peningar komið frá okkur skattgreiðendum eða frá innlendum og erlendum ferðamönnum og flugfélögum sem fara um flugvelli á Íslandi, aðallega Keflavíkurflugvöll. Allt að einu eru fjármunirnir sameign okkar Íslendinga. Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi. Isavia ohf. birti rétt fyrir skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll, sem var hátt í tvær mínútur að lengd. Þessi eina birting kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna. Ég leyfi mér að giska á að framleiðslan á þessari auglýsingu hafi kostað a.m.k. annað eins, en treysti því að stjórnendur Isavia muni upplýsa almenning um það. Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga. Fyrir hvern var auglýsingin? Við getum gefið okkur að svo til allir sem horfa á áramótaskaupið séu Íslendingar og ljóst er að ekki er hægt að fljúga um aðra flugvelli til útlanda en flugvelli í eigu Isavia. Það má því spyrja hver tilgangurinn var með þessari rándýru auglýsingu? Getur verið að Isavia sé að bregðast við samkeppni frá Seyðisfjarðarhöfn, sem er svo gott sem eina leiðin til að komast til og frá landinu á annan hátt en um Keflavíkurflugvöll? Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla? Fjármagni illa varið Meðan ég geispaði yfir þessari tveggja mínútna sjónvarpsauglýsingu Isavia varð mér hugsað til þess hversu illa hefur gengið að byggja upp Keflavíkurflugvöll frá því að ferðamannabylgjan hófst á Íslandi fyrir um 12-13 árum. Ýmiss konar bútasaumur hefur átt sér stað og hinn ríkisrekni flugvöllur er líklegast orðinn einn lélegasti, leiðinlegasti og verst skipulagði flugvöllur í hinum vestræna heimi. Landgangar eru alltof fáir og farþegar þurfa iðulega að hírast í rútum milli flugstöðvar og flugvéla sem lagt er úti á hlaði líkt og tíðkast í þróunarlöndum. Margir verða forviða yfir sóðaskapnum á flugvellinum, enda þrifum í almennum rýmum oft ábótavant, snjór ekki ruddur á veturna frá gönguleiðum úr flugvélarútum inn í komurými og á sumrin eru sömu gönguleiðir ekki sópaðar og þaktar sandi og óhreinindum. Ekki hefur tekist að koma í gagnið sjálfsafgreiðslukössum fyrir vegabréf í komusal í á annað ár og þar standa þeir draugalegir og huldir plasti fyrir allra augum og úreldast hægt og rólega. Líklegast væri nær að verja fjármagni í að laga það sem miður hefur farið upp á Keflavíkurflugvelli frekar en að eyða því í dýrar ímyndarauglýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála á flugvellinum. Ég tel að menn hljóti að fara að komast að því að sú ohf-væðing sem átti sér stað fyrir um 20 árum var gjörsamlega mislukkuð. Gagnsæið átti að aukast og skilvirknin sömuleiðis. Hins vegar hefur raunin orðið sú að stjórnendur virðast umgangast ohf-fyrirtækin sem einkafyrirtæki líkt og þeir eigi þau sjálfir og eru í raun ábyrgðarlausir gagnvart eigendum sínum, skattgreiðendum. Forsætisráðherra hefur óskað eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins. Ég vona að hún leiti ekki til stjórnar eða stjórnenda Isavia eftir þeim ráðum. Höfundur er hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun