Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 18:02 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í bíl. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira