Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon og Þórarinn Guðjónsson skrifa 13. desember 2024 14:00 Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Magnús Karl Magnússon Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar