Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 08:10 Uppreisnarmenn kveiktu í miklu magni af Captagon sem fannst á Masseh herflugvellinum í Damaskus. Getty/Anadolu/Emin Sansar Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad. Sýrland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad.
Sýrland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna