Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. desember 2024 13:02 Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Rekstur hins opinbera Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun