Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. nóvember 2024 20:31 Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjaramál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun