Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2024 20:13 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Vísir/Vilhelm Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. Það er óhætt að segja að hveitibrauðsdagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands eru ekki margir. Hún hefur einungis setið á forsetastóli í tæpa þrjá mánuði nú þegar ríkisstjórn springur og hún þarf að koma að málum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti stundvíslega til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í morgun til að óska eftir þingrofi, án samráðs við forystufólk hinna stjórnarflokkanna. Heldur þú að hinir flokkarnir verði með í þessu eins og þú leggur það upp. Ertu búinn að heyra eitthvað nánar í þeim? „Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því. Mér finnst það eðlilegt. Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið mjög hressilega. Að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Ef menn kjósa að gera það ekki þá mun ég biðjast lausnar. Þá verður hér væntanlega starfsstjórn fram í kosningar. Ég sé ekkert sérstakt unnið með því,“ sagði forsætisráðherra þegar hann gekk á fund forseta Íslands í morgun. Forsetinn átti tæplega klukkustundar langan fund með Bjarna en hún hafði rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna símleiðis í gærkvöldi. „Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. gr stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ sagði Halla í yfirlýsingu til fjölmiðla að loknum fundinum með forsætisráðherra og sagðist að svo stöddu ekki ætla að svara neinum spurningum fjölmiðla. Forsetinn átti síðan í dag fundi með öllum formönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á skrifstofu sinni á Staðastað í Reykjavík. „Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni,“ sagði forsetinn sem hélt eftir þetta frá Bessastöðum að skrifstofu sinni á Staðastað við Hljómskálagarðinn. Kristrún Frostadóttir hélt á fund forseta í dag.Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill að flokkarnir flýti sér hægt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mætti fyrst formanna stjórnarandstöðuflokka á fund forseta klukkan hálf ellefu í morgun. „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu. Það liggur til dæmis fyrir að forsætisráðherra hefur ekki ennþá beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra er að setja á starfsstjórn.“ Samfylkingin vildi hins vegar kosningar sem allra fyrst. „Við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli. Formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því,“ sagði Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sama máli og Kristrún um kosningar sem fyrst. Viðreisn styddi þingrofstillögu forsætisráðherra, en þörf væri á starfhæfri ríkisstjórn í stað þessarar. „Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður KatrínVísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir megi ekki láta ólund ráða för Hefði ekki verið eðlilegra að Bjarni bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt? „Það á einfaldlega eftir að leysa úr því. Mér finnst ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn. Það hefur iðulega gerst þannig í þessu stjórnmálalífi. En mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin. Hún er að sitja þetta út væntanlega til 30 nóvember. Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins styður einnig að forseti verði við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir þrír geti unnið saman fram að kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að forseti fallist á þingrof.Vísir/Vilhelm Hvað er þá til ráða fyrir forseta, er það minnihlutastjórn eða eitthvað slíkt? „Já, já væntanlega. Nú er enn óvissa um hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram sem slík eða sem starfsstjórn og hvort allir flokkarnir taki þátt í henni. Það er ekkert hægt að gera í því ef það er mynduð minnihlutastjórn við þessar aðstæður. Ekki fara menn að lýsa yfir vantrausti á hana þegar búið er að boða til kosninga með skömmum fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Afstaða formanna Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og þingflokksformanns Pírata kemur fram í öðrum fréttum á Vísi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Það er óhætt að segja að hveitibrauðsdagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands eru ekki margir. Hún hefur einungis setið á forsetastóli í tæpa þrjá mánuði nú þegar ríkisstjórn springur og hún þarf að koma að málum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti stundvíslega til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í morgun til að óska eftir þingrofi, án samráðs við forystufólk hinna stjórnarflokkanna. Heldur þú að hinir flokkarnir verði með í þessu eins og þú leggur það upp. Ertu búinn að heyra eitthvað nánar í þeim? „Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því. Mér finnst það eðlilegt. Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið mjög hressilega. Að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Ef menn kjósa að gera það ekki þá mun ég biðjast lausnar. Þá verður hér væntanlega starfsstjórn fram í kosningar. Ég sé ekkert sérstakt unnið með því,“ sagði forsætisráðherra þegar hann gekk á fund forseta Íslands í morgun. Forsetinn átti tæplega klukkustundar langan fund með Bjarna en hún hafði rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna símleiðis í gærkvöldi. „Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. gr stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ sagði Halla í yfirlýsingu til fjölmiðla að loknum fundinum með forsætisráðherra og sagðist að svo stöddu ekki ætla að svara neinum spurningum fjölmiðla. Forsetinn átti síðan í dag fundi með öllum formönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á skrifstofu sinni á Staðastað í Reykjavík. „Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni,“ sagði forsetinn sem hélt eftir þetta frá Bessastöðum að skrifstofu sinni á Staðastað við Hljómskálagarðinn. Kristrún Frostadóttir hélt á fund forseta í dag.Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill að flokkarnir flýti sér hægt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mætti fyrst formanna stjórnarandstöðuflokka á fund forseta klukkan hálf ellefu í morgun. „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu. Það liggur til dæmis fyrir að forsætisráðherra hefur ekki ennþá beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra er að setja á starfsstjórn.“ Samfylkingin vildi hins vegar kosningar sem allra fyrst. „Við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli. Formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því,“ sagði Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sama máli og Kristrún um kosningar sem fyrst. Viðreisn styddi þingrofstillögu forsætisráðherra, en þörf væri á starfhæfri ríkisstjórn í stað þessarar. „Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður KatrínVísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir megi ekki láta ólund ráða för Hefði ekki verið eðlilegra að Bjarni bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt? „Það á einfaldlega eftir að leysa úr því. Mér finnst ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn. Það hefur iðulega gerst þannig í þessu stjórnmálalífi. En mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin. Hún er að sitja þetta út væntanlega til 30 nóvember. Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins styður einnig að forseti verði við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir þrír geti unnið saman fram að kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að forseti fallist á þingrof.Vísir/Vilhelm Hvað er þá til ráða fyrir forseta, er það minnihlutastjórn eða eitthvað slíkt? „Já, já væntanlega. Nú er enn óvissa um hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram sem slík eða sem starfsstjórn og hvort allir flokkarnir taki þátt í henni. Það er ekkert hægt að gera í því ef það er mynduð minnihlutastjórn við þessar aðstæður. Ekki fara menn að lýsa yfir vantrausti á hana þegar búið er að boða til kosninga með skömmum fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Afstaða formanna Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og þingflokksformanns Pírata kemur fram í öðrum fréttum á Vísi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira