Miðflokkurinn Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 12.12.2025 06:47 Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Innlent 12.12.2025 00:06 Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Innlent 11.12.2025 16:06 Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB. Innlent 11.12.2025 12:30 Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Skoðun 11.12.2025 10:03 Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. Innlent 10.12.2025 17:52 Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Fannar Sveinsson sér í heimsókn á Alþingi og hitti þar varaformann Miðflokksins, Snorra Másson. Snorri hefur að undanförnu verið svolítið umdeildur og kom Fannar inn á það í samtali við hann. Lífið 10.12.2025 16:04 Úlfar þögull sem gröfin Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra. Innlent 10.12.2025 13:30 Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á þingmenn að líta í eigin barm og rækta skyldur sínar gagnvart þinginu. Hún brást við umræðu stjórnarandstöðu um siðareglur Alþingis með því að benda á að ekki hafi allir þingmenn skrifað undir siðareglurnar auk þess sem hún vill meina að mætingu þingmanna á nefndarfundi sé ábótavant. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segist stolt af því að þingflokkurinn sem hún tilheyrir hafi ekki skrifað undir siðareglur þingsins. Innlent 10.12.2025 11:21 Ungliðar undirrita drengskaparheit Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Finnsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Innlent 4.12.2025 11:25 Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Innlent 4.12.2025 09:09 „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Hinn 28 ára gamli þriggja barna faðir og eiginmaður, Nadínar Guðrúnar Yaghi, kom eins og stormsveipur inn í pólitíkina fyrir ekki svo löngu. Lífið 3.12.2025 12:00 Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. Innlent 2.12.2025 18:35 Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. Innlent 1.12.2025 17:34 Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Innlent 1.12.2025 09:23 Erfðafjárskattur hækkar Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Skoðun 30.11.2025 19:32 Ekki stimpla mig! Það hefur orðið ákveðin tískubylgja að klína á stuðningsfólk Miðflokksins alls konar stimplum: að við séum illa læs, gamlar karlrembur, ungir strákar með fordóma eða fólk sem hati einfaldlega útlendinga. Þetta er þægileg leið til að afskrifa heila stjórnmálahreyfingu án þess að þurfa að ræða málefnin sjálf. Skoðun 30.11.2025 18:01 Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. Innlent 28.11.2025 22:47 Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Innlent 21.11.2025 20:56 Sveinn Óskar leiðir listann áfram Sveinn Óskar Sigurðsson, núverandi oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026. Innlent 21.11.2025 12:23 Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Miðflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist með um sautján prósenta fylgi sem hækkar um ríflega þrjú prósentustig á milli kannana. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Maskínu og hefur næstum því tvöfaldað fylgið sitt frá því í september. Innlent 20.11.2025 18:36 Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti „Allar konur breytast að endingu í móður sína – það er þeirra harmleikur,“ ritaði Oscar Wilde. Lífið 20.11.2025 07:01 Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08 Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18.11.2025 20:29 Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Innlent 17.11.2025 10:54 Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Innlent 14.11.2025 21:02 Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14.11.2025 06:46 Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Takk Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Fyrst og fremst fyrir að viðurkenna að ég sé til (ég er smjaðraður) og í öðru lagi fyrir að opinbera þig sem white nationalist. Það auðveldar hlutina. Skoðun 12.11.2025 18:30 „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét hlaðvarpsstjórnandann Þórarin Hjartarson heyra það fyrir að sitja þegjandi undir úreldu tali um að konur væru að eyða bestu árum sínum í skyndikynni og að afneita sínu kveneðli. Viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum væru eins og aftur úr fornöld og hvatti hún þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Lífið 12.11.2025 10:41 „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Innlent 11.11.2025 16:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 38 ›
Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 12.12.2025 06:47
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Innlent 12.12.2025 00:06
Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Innlent 11.12.2025 16:06
Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB. Innlent 11.12.2025 12:30
Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Skoðun 11.12.2025 10:03
Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. Innlent 10.12.2025 17:52
Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Fannar Sveinsson sér í heimsókn á Alþingi og hitti þar varaformann Miðflokksins, Snorra Másson. Snorri hefur að undanförnu verið svolítið umdeildur og kom Fannar inn á það í samtali við hann. Lífið 10.12.2025 16:04
Úlfar þögull sem gröfin Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra. Innlent 10.12.2025 13:30
Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á þingmenn að líta í eigin barm og rækta skyldur sínar gagnvart þinginu. Hún brást við umræðu stjórnarandstöðu um siðareglur Alþingis með því að benda á að ekki hafi allir þingmenn skrifað undir siðareglurnar auk þess sem hún vill meina að mætingu þingmanna á nefndarfundi sé ábótavant. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segist stolt af því að þingflokkurinn sem hún tilheyrir hafi ekki skrifað undir siðareglur þingsins. Innlent 10.12.2025 11:21
Ungliðar undirrita drengskaparheit Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Finnsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Innlent 4.12.2025 11:25
Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Innlent 4.12.2025 09:09
„Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Hinn 28 ára gamli þriggja barna faðir og eiginmaður, Nadínar Guðrúnar Yaghi, kom eins og stormsveipur inn í pólitíkina fyrir ekki svo löngu. Lífið 3.12.2025 12:00
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. Innlent 2.12.2025 18:35
Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. Innlent 1.12.2025 17:34
Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Innlent 1.12.2025 09:23
Erfðafjárskattur hækkar Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Skoðun 30.11.2025 19:32
Ekki stimpla mig! Það hefur orðið ákveðin tískubylgja að klína á stuðningsfólk Miðflokksins alls konar stimplum: að við séum illa læs, gamlar karlrembur, ungir strákar með fordóma eða fólk sem hati einfaldlega útlendinga. Þetta er þægileg leið til að afskrifa heila stjórnmálahreyfingu án þess að þurfa að ræða málefnin sjálf. Skoðun 30.11.2025 18:01
Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. Innlent 28.11.2025 22:47
Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Innlent 21.11.2025 20:56
Sveinn Óskar leiðir listann áfram Sveinn Óskar Sigurðsson, núverandi oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026. Innlent 21.11.2025 12:23
Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Miðflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist með um sautján prósenta fylgi sem hækkar um ríflega þrjú prósentustig á milli kannana. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Maskínu og hefur næstum því tvöfaldað fylgið sitt frá því í september. Innlent 20.11.2025 18:36
Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti „Allar konur breytast að endingu í móður sína – það er þeirra harmleikur,“ ritaði Oscar Wilde. Lífið 20.11.2025 07:01
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18.11.2025 20:29
Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Innlent 17.11.2025 10:54
Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Innlent 14.11.2025 21:02
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14.11.2025 06:46
Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Takk Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Fyrst og fremst fyrir að viðurkenna að ég sé til (ég er smjaðraður) og í öðru lagi fyrir að opinbera þig sem white nationalist. Það auðveldar hlutina. Skoðun 12.11.2025 18:30
„Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét hlaðvarpsstjórnandann Þórarin Hjartarson heyra það fyrir að sitja þegjandi undir úreldu tali um að konur væru að eyða bestu árum sínum í skyndikynni og að afneita sínu kveneðli. Viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum væru eins og aftur úr fornöld og hvatti hún þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Lífið 12.11.2025 10:41
„Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Innlent 11.11.2025 16:56