Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 15:46 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni á Wembley í júní, í 1-0 sigrinum gegn Englandi í vináttulandsleik. Getty/Bradley Collyer Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson. Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira