Löng bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu ekki ásættanleg Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 13:44 Íris Dögg Harðardóttir er framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Aðsend Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30