Rán um hábjartan dag Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 8. ágúst 2024 14:30 Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Akureyri Verðlag Neytendur Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun