Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 12:09 Skimað fyrir HIV í Kampala í Úganda. Getty/Anadolu Agency/Nicholas Kajoba Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira