Vel gert! Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. maí 2024 11:30 Nú í liðinni viku var undirritaður nýr samningur til fimm ára milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa starfað án samnings frá því í janúar 2020 og hefur samningsleysið á þeim tíma bitnað á notendum þjónustunnar. Hér er um að ræða mikilvæg tímamót og ber að þakka samningsaðilum fyrir góða vinnu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fyrir tryggja enn einn samninginn sem hefur það að markmiði að bæta hag landsmanna og tryggja jöfnuð. Nýr samningur Það er ljóst að samningurinn kemur til með að bæta aðgengi og hag þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Öll aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega munu falla niður frá og með 1. júní nk. en nýr samningur mun taka að fullu gildi þann 1. október 2024 með fyrirvara um samþykki sjúkraþjálfara. Langtímasamningur sem þessi veitir sjúkraþjálfurum langþráðan stöðugleika til að styrkja og skipuleggja sín störf á komandi árum. Í samningnum er lögð áhersla á gæðastarf og upplýsingaöflun til að styðja við forgangsröðun og mótun þjónustunnar. Einnig er horft til þess að efla möguleika til fjölbreyttari þjónustuleiða til að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga og auka gæði. Áhersla er lögð á þróunarverkefni tengd samningnum er geta m.a. snúið að þarfagreiningum sem og nýsköpunarverkefnum. Það má með sanni segja að þessi nýi samningur marki þýðingarmikið skref í átt að betri og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sjúkraþjálfarar sinna mikilvægri þjónustu og þetta vita þeir sem hafa þurft að leita til þeirra. Þeir spila lykilrullu við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem raskað geta lífi einstaklingsins og eru mikilvægur þáttur við að viðhalda lýðheilsu þjóðarinnar. Jákvæð áhrif Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru mun fleiri, eða um 928.000. Fyrirséð er að þörfin kemur aðeins til með að aukast á komandi árum með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og auknum kröfum um lífsgæði og virkni. Samningurinn er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að fjárfesta í fólki. Þjónusta sjúkraþjálfara getur verið lykilþáttur í því að auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima ásamt því að koma fólki aftur í virkni eða viðhalda henni. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Heilbrigði snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu með því að nýta alla þá þekkingu og öll þau úrræði sem eru til staðar í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Nú í liðinni viku var undirritaður nýr samningur til fimm ára milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa starfað án samnings frá því í janúar 2020 og hefur samningsleysið á þeim tíma bitnað á notendum þjónustunnar. Hér er um að ræða mikilvæg tímamót og ber að þakka samningsaðilum fyrir góða vinnu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fyrir tryggja enn einn samninginn sem hefur það að markmiði að bæta hag landsmanna og tryggja jöfnuð. Nýr samningur Það er ljóst að samningurinn kemur til með að bæta aðgengi og hag þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Öll aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega munu falla niður frá og með 1. júní nk. en nýr samningur mun taka að fullu gildi þann 1. október 2024 með fyrirvara um samþykki sjúkraþjálfara. Langtímasamningur sem þessi veitir sjúkraþjálfurum langþráðan stöðugleika til að styrkja og skipuleggja sín störf á komandi árum. Í samningnum er lögð áhersla á gæðastarf og upplýsingaöflun til að styðja við forgangsröðun og mótun þjónustunnar. Einnig er horft til þess að efla möguleika til fjölbreyttari þjónustuleiða til að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga og auka gæði. Áhersla er lögð á þróunarverkefni tengd samningnum er geta m.a. snúið að þarfagreiningum sem og nýsköpunarverkefnum. Það má með sanni segja að þessi nýi samningur marki þýðingarmikið skref í átt að betri og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sjúkraþjálfarar sinna mikilvægri þjónustu og þetta vita þeir sem hafa þurft að leita til þeirra. Þeir spila lykilrullu við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem raskað geta lífi einstaklingsins og eru mikilvægur þáttur við að viðhalda lýðheilsu þjóðarinnar. Jákvæð áhrif Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru mun fleiri, eða um 928.000. Fyrirséð er að þörfin kemur aðeins til með að aukast á komandi árum með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og auknum kröfum um lífsgæði og virkni. Samningurinn er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að fjárfesta í fólki. Þjónusta sjúkraþjálfara getur verið lykilþáttur í því að auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima ásamt því að koma fólki aftur í virkni eða viðhalda henni. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Heilbrigði snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu með því að nýta alla þá þekkingu og öll þau úrræði sem eru til staðar í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun