„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 20:45 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira