Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2024 18:55 Inga Sæland formaður Flokks fólksins ætlar að leggja fram tillögu um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman á ný 22. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“ Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira