Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2023 14:53 Eins gott að vera ekki of seinn að sækja krakkann á leiksskóla í Árborg. Það kostar hvert korterið þrjú þúsund krónur og safnast þegar saman kemur. vísir/hanna Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót. Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér. Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér.
Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira