Kaffiboðið í Karphúsinu Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. desember 2023 14:31 Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun