Dönsk börn: Undskyld! Kjartan Valgarðsson skrifar 16. desember 2023 14:01 Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Börn og uppeldi Kjartan Valgarðsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun