Dönsk börn: Undskyld! Kjartan Valgarðsson skrifar 16. desember 2023 14:01 Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Börn og uppeldi Kjartan Valgarðsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun