Fílabeins(flug)turninn Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 13. desember 2023 14:31 Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun