DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið Jóhanna María Sigmundsdóttir og Linda Guðmundsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 07:30 Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jóhanna María Sigmundsdóttir Byggðamál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun