Atlético á toppinn en allt jafnt á toppi H-riðils Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 22:40 Griezmann og félagar skemmtu sér konunglega í kvöld. EPA-EFE/KIKO HUESCA Atlético Madríd er mætt á topp E-riðils eftir einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu. Þá eru Porto og Barcelona jöfn að stigum á toppi H-riðils. Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59
Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45
Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20
Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00