Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 07:24 Sífellt fleiri ungmenni hafa samband við hjálparþjónustu vegna neyslu barnaníðsefnis. Getty Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is. Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is.
Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira