Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 07:24 Sífellt fleiri ungmenni hafa samband við hjálparþjónustu vegna neyslu barnaníðsefnis. Getty Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is. Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is.
Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira