Er ég upp á punt? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. ágúst 2023 09:31 Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun