Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:31 Ísak Bergmann er spenntur fyrir því að mæta Breiðabliki. Stöð 2 „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00