Hitinn óbærilegur á gönguleiðinni hjá Sturlu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2023 21:00 Kona á gangi á Spáni þar sem hitinn hefur verið í kringum 40 stig, rétt eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. EPA-EFE/VICTOR CASADO Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni. Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“ Spánn Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“
Spánn Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“