Fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Heimsbyggðin fylgdist grannt með útför Frans páfa sem fram fór í Vatikaninu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga sótti athöfnina sem er söguleg en friðarumleitanir í Úkraínu voru ræddar í Páfagarði. Innlent 26.4.2025 18:16 Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum Erlent 26.4.2025 18:02 Hreindýr í sjónum við Djúpavog Hreindýr skellti sér í tuttugu mínútna sundsprett við Djúpavog fyrr í vikunni. Innlent 26.4.2025 17:34 Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. Innlent 26.4.2025 16:34 Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Tilkynning barst slökkviliði Borgarfjarðar um sinueld við Húsafell um hádegið í dag. Búið var að ráða niðurlögum eldsins um þrjúleytið. Innlent 26.4.2025 15:56 Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Innlent 26.4.2025 15:21 Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Innlent 26.4.2025 14:54 Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Formaður félags fanga gagnrýnir harðlega að hælisleitendur sem bíða brottvísunar séu vistaðir í fangageymslum lögreglu vikum saman við óviðunandi aðstæður án reglubundinnar útivistar. Innlent 26.4.2025 13:49 Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys. Innlent 26.4.2025 13:22 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn. Innlent 26.4.2025 13:05 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Innlent 26.4.2025 12:03 Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Í hádegisfréttum verður fjallað um útför Frans páfa frá Vatíkaninu. Innlent 26.4.2025 12:01 Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. Erlent 26.4.2025 10:56 Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Erlent 26.4.2025 09:35 Þrettán gistu fangageymslur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborginni í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri. Innlent 26.4.2025 08:20 Hægfara lægð yfir landinu Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu. Veður 26.4.2025 08:03 Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. Erlent 26.4.2025 07:44 Bein útsending: Útför Frans Páfa Frans páfi verður borinn til hinstu hvílu í dag. Athöfnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma, en hún fer fram á Péturstorgi í Páfagarði og verður í beinni útsendingu. Erlent 26.4.2025 07:30 „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. Innlent 26.4.2025 07:02 Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Innlent 25.4.2025 22:14 Þýskur kafbátur við Sundahöfn Herskip á vegum bandalagsríkja NATO eru nú við höfn í Reykjavík og munu taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingu eftir helgi. Innlent 25.4.2025 21:04 Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins. Innlent 25.4.2025 20:17 Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Norðurlandamótið í hermiakstri fer fram hér á landi um helgina. Fjórir Íslendingar taka þátt í mótinu og landsliðsmaður stefnir á gullverðlaunin. Innlent 25.4.2025 19:40 „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Innlent 25.4.2025 19:01 Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Strætisvagn og jeppabifreið lentu saman á Reykjanesbraut í gær. Tiago Miguel náði myndbandi af atvikinu og birti það á Facebook síðunni íslensk bílamyndbönd. Innlent 25.4.2025 18:38 Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.4.2025 18:10 Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. Innlent 25.4.2025 16:58 Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin. Innlent 25.4.2025 16:53 Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Innlent 25.4.2025 16:08 Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins. Innlent 25.4.2025 15:47 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Heimsbyggðin fylgdist grannt með útför Frans páfa sem fram fór í Vatikaninu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga sótti athöfnina sem er söguleg en friðarumleitanir í Úkraínu voru ræddar í Páfagarði. Innlent 26.4.2025 18:16
Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum Erlent 26.4.2025 18:02
Hreindýr í sjónum við Djúpavog Hreindýr skellti sér í tuttugu mínútna sundsprett við Djúpavog fyrr í vikunni. Innlent 26.4.2025 17:34
Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. Innlent 26.4.2025 16:34
Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Tilkynning barst slökkviliði Borgarfjarðar um sinueld við Húsafell um hádegið í dag. Búið var að ráða niðurlögum eldsins um þrjúleytið. Innlent 26.4.2025 15:56
Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Innlent 26.4.2025 15:21
Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Innlent 26.4.2025 14:54
Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Formaður félags fanga gagnrýnir harðlega að hælisleitendur sem bíða brottvísunar séu vistaðir í fangageymslum lögreglu vikum saman við óviðunandi aðstæður án reglubundinnar útivistar. Innlent 26.4.2025 13:49
Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys. Innlent 26.4.2025 13:22
Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn. Innlent 26.4.2025 13:05
Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Innlent 26.4.2025 12:03
Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Í hádegisfréttum verður fjallað um útför Frans páfa frá Vatíkaninu. Innlent 26.4.2025 12:01
Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. Erlent 26.4.2025 10:56
Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Erlent 26.4.2025 09:35
Þrettán gistu fangageymslur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborginni í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri. Innlent 26.4.2025 08:20
Hægfara lægð yfir landinu Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu. Veður 26.4.2025 08:03
Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. Erlent 26.4.2025 07:44
Bein útsending: Útför Frans Páfa Frans páfi verður borinn til hinstu hvílu í dag. Athöfnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma, en hún fer fram á Péturstorgi í Páfagarði og verður í beinni útsendingu. Erlent 26.4.2025 07:30
„Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. Innlent 26.4.2025 07:02
Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Innlent 25.4.2025 22:14
Þýskur kafbátur við Sundahöfn Herskip á vegum bandalagsríkja NATO eru nú við höfn í Reykjavík og munu taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingu eftir helgi. Innlent 25.4.2025 21:04
Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins. Innlent 25.4.2025 20:17
Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Norðurlandamótið í hermiakstri fer fram hér á landi um helgina. Fjórir Íslendingar taka þátt í mótinu og landsliðsmaður stefnir á gullverðlaunin. Innlent 25.4.2025 19:40
„Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Innlent 25.4.2025 19:01
Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Strætisvagn og jeppabifreið lentu saman á Reykjanesbraut í gær. Tiago Miguel náði myndbandi af atvikinu og birti það á Facebook síðunni íslensk bílamyndbönd. Innlent 25.4.2025 18:38
Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.4.2025 18:10
Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. Innlent 25.4.2025 16:58
Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin. Innlent 25.4.2025 16:53
Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Innlent 25.4.2025 16:08
Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins. Innlent 25.4.2025 15:47