Fréttir

Segir Pútin ekki vilja enda stríðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum

Erlent

Rukkaði konuna fyrir heim­ferðina eftir að hafa nauðgað henni

Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 

Innlent

Bensín­verð rjúki upp en fari hægt niður

Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma.

Innlent

Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka há­marks­hraða í 120

Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys. 

Innlent

Bullandi hagnaður hjá Sveitar­fé­laginu Ölfusi

Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn.

Innlent

Þrettán gistu fanga­geymslur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborginni í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri.

Innlent

Hæg­fara lægð yfir landinu

Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður

Virginia Giuffre er látin

Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. 

Erlent

Bein út­sending: Út­för Frans Páfa

Frans páfi verður borinn til hinstu hvílu í dag. Athöfnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma, en hún fer fram á Péturstorgi í Páfagarði og verður í beinni útsendingu.

Erlent

Sex ára gamalt hús í við­gerð: Ekki við flötu þökin að sakast

Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár.

Innlent

Eitt glæsi­legasta hrossaræktar­bú landsins til sölu

Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.

Innlent

„Ég hef aldrei séð þetta svona svaka­legt“

Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað.

Innlent

Fangelsin sprungin og skoðunar­ferð um her­skip

Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Skólarnir í eina sæng

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum.

Innlent