Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 19:45 Allar líkur eru á að hópsmitið sé að rekja til veitingastaðarins Hamborgarafabrikkunnar. Hamborgarafabrikkan Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal
Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50