Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 19:45 Allar líkur eru á að hópsmitið sé að rekja til veitingastaðarins Hamborgarafabrikkunnar. Hamborgarafabrikkan Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal
Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50