Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Matthías Arngrímsson skrifar 5. júlí 2023 12:00 Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Skipulag Matthías Arngrímsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun