Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. júní 2023 07:46 Ein taskan rifnaði og önnur glataðist í flugi frá Barselóna til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér. Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér.
Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira