Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. mars 2023 16:30 Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun