Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek skrifar 9. janúar 2023 15:00 Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Pawel Bartoszek Nýsköpun Vinnumarkaður Alþingi Tækni Innflytjendamál Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun