Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Fram­tíð ís­lenskrar líf­tækni

Undanfarin ár hefur líftækni orðið ein af burðarstoðum íslensks efnahagslífs. Útflutningur lyfja og líftæknitengdra vara hefur vaxið hratt og er í dag einn stærsti einstaki útflutningsflokkur landsins.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Til í að taka á móti FDA hve­nær sem er

Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­geng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði

„Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við:

Atvinnulíf
Fréttamynd

Nýsköpunarátak fyrir fram­tíð Ís­lands

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta.

Skoðun
Fréttamynd

Orri ein­beitir sér að bæjar­málunum og Kári tekur við

Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tími til að endur­skoða persónuverndarlög sem kæfa ný­sköpun

Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­jöfnuður í fjár­mögnun nýsköpunarverkefna

Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín.

Skoðun