Borgarfulltrúar í Reykjavík - velkomin í spilatíma! Anna Hugadóttir skrifar 7. nóvember 2022 10:31 Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari. Ekki hefur tekist að snúa við þeim niðurskurði sem tónlistarskólarnir í borginni tóku á sig eftir Hrun þó borgarbúum hafi síðan fjölgað um rúm 20 þúsund. Í nýlegu viðtali við fréttastofu RÚV lýsti Alexandra Briem borgarfulltrúi þeirri skoðun sinni að vandinn lægi ekki síst hjá tónlistarskólunum, rekstarform þeirra væri óhagkvæmt, einkakennslan sem kerfið byggir á sé dýr og til þess að fjölga nemendum í tónlistarnámi ætti frekar að stefna á aukna hópkennslu, vel að merkja í sparnaðarskyni en ekki á faglegum forsendum. Íslenska tónlistarskólakerfið byggir á lögbundinni námskrá með áherslu á einkakennslu en einkakennsla er langt í frá eina kennsluformið sem skólarnir nýta sér. Auk hljóðfæratímanna sækja nemendur hóptíma af ýmsu tagi; samspil, tónfræðagreinar, kórastarf, ýmis námskeið og forskóla svo eitthvað sé nefnt. Í opinberri umræðu eru einkakennsla og hópkennsla í tónlistarskólum oft lagðar að jöfnu en við sem störfum í tónlistarskólunum vitum að þar er um að ræða gjörólíkar kennsluaðferðir sem hafa mismunandi markmið og skila ólíkum niðurstöðum og árangri. Fögin sem kennd eru í hóptímum koma ekki í stað einkatímanna heldur auka þau gildi námsins og þar með gæði þess. Í einkatímum erum við aftur á móti í kjörstöðu til að þjálfa handverkið, sjálfa færnina á hljóðfærið, sem er stór hluti tónlistarnámsins. Í einkatímunum getum við líka betur lagað námið að áhugasviðum nemendanna, virkjað þá í eigin sköpun og mætt þeim á þeirra forsendum. Hrein hópkennsla á hljóðfæri er engan veginn sambærileg einkakennslu enda skilar hún nemendum ekki sömu eftirfylgni og sveigjanleika. Því er viðbúið að nemendur sem aðeins fá hóptíma á sitt hljóðfæri öðlist minni færni en nemendur sem njóta einstaklingsbundinnar kennslu. Fæst okkar sem störfum við tónlistarkennslu höfum áhuga á að búa til tvöfalt kerfi þar sem einungis þau sem geta borgað fyrir aukatíma utan hópkennslu ná góðri færni á sitt hljóðfæri eins og raunin hefur orðið í mörgum nágrannalöndum okkar. Það er ekki jafnrétti til náms. Því ættu borgaryfirvöld frekar að leggja áherslu á að gera gæðanám aðgengilegra fleirum óháð þjóðfélagsstöðu í stað þess að hola kerfið að innan. Munum að músíkalitet fer ekki í manngreinarálit. Íslendingar eiga fjölmargt afreksfólk á sviði tónlistar. Í mínum geira, klassíska geiranum, starfa Íslendingar sem einleikarar, stjórnendur, hljómsveitaspilarar og kammertónlistarmenn um allan heim og íslenskir tónlistarnemar eru fyllilega samkeppnishæfir þegar keppt er um pláss í tónlistarháskólum erlendis. Á Íslandi, þar sem búa rúmlega 370.000 manns eru starfræktar 2 sinfóníuhljómsveitir atvinnufólks, 3 (!) ungmennasinfóníuhljómsveitir auk fjölmargra kammerhópa. Þá er ótalinn mikill fjöldi sjálfstætt starfandi atvinnutónlistarfólks sem starfar þvert á stíla og allt það áhugafólk sem leikur á hljóðfæri og syngur sér og öðrum til ánægju og lífsfyllingar. Þessi gróska verður ekki til úr engu. Hún er afrakstur þrotlausrar vinnu og æfinga undir leiðsögn fagfólks sem allt er atvinnufólk á sínu sviði – og þeirrar einstaklingsbundnu leiðsagnar sem við getum veitt í tónlistarskólakerfi sem er einstakt á heimsvísu. Kæru borgarfulltrúar, mér er málið skylt á marga vegu. Í öðru tónlistarskólakerfi en því íslenska hefði ég einfaldlega aldrei átt möguleika á því að gera tónlist að ævistarfi. Ég bý einnig svo vel að hafa tveggja áratuga reynslu af tónlistarkennslu, bæði hér heima og erlendis þar sem ég hef kynnst mismunandi kerfum af eigin raun. Hér heima kenni ég bæði einkakennslu og hópkennslu samkvæmt námsskrá í Tónskóla Sigursveins og er því í einstakri stöðu til þess að gefa ykkur innsýn inn í vinnu okkar sem störfum í tónlistarskólunum og menntum framtíð íslenskrar tónlistar. Sú innsýn er nauðsynleg þegar taka á ákvarðanir um framtíð kerfisins. Ég og nokkrir frábærir kollegar mínir í Tónskóla Sigursveins og Suzukitónlistarskólanum Allegro bjóðum ykkur að fylgja okkur eftir í kennslu til að kynnast ólíkum kennsluaðferðum og læra um vinnu okkar og nemendanna. Hafið samband við skrifstofur skólanna sem leiða okkur saman. Verið velkomin í spilatíma, við hlökkum til að sjá ykkur! Höfundur er víóluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari. Ekki hefur tekist að snúa við þeim niðurskurði sem tónlistarskólarnir í borginni tóku á sig eftir Hrun þó borgarbúum hafi síðan fjölgað um rúm 20 þúsund. Í nýlegu viðtali við fréttastofu RÚV lýsti Alexandra Briem borgarfulltrúi þeirri skoðun sinni að vandinn lægi ekki síst hjá tónlistarskólunum, rekstarform þeirra væri óhagkvæmt, einkakennslan sem kerfið byggir á sé dýr og til þess að fjölga nemendum í tónlistarnámi ætti frekar að stefna á aukna hópkennslu, vel að merkja í sparnaðarskyni en ekki á faglegum forsendum. Íslenska tónlistarskólakerfið byggir á lögbundinni námskrá með áherslu á einkakennslu en einkakennsla er langt í frá eina kennsluformið sem skólarnir nýta sér. Auk hljóðfæratímanna sækja nemendur hóptíma af ýmsu tagi; samspil, tónfræðagreinar, kórastarf, ýmis námskeið og forskóla svo eitthvað sé nefnt. Í opinberri umræðu eru einkakennsla og hópkennsla í tónlistarskólum oft lagðar að jöfnu en við sem störfum í tónlistarskólunum vitum að þar er um að ræða gjörólíkar kennsluaðferðir sem hafa mismunandi markmið og skila ólíkum niðurstöðum og árangri. Fögin sem kennd eru í hóptímum koma ekki í stað einkatímanna heldur auka þau gildi námsins og þar með gæði þess. Í einkatímum erum við aftur á móti í kjörstöðu til að þjálfa handverkið, sjálfa færnina á hljóðfærið, sem er stór hluti tónlistarnámsins. Í einkatímunum getum við líka betur lagað námið að áhugasviðum nemendanna, virkjað þá í eigin sköpun og mætt þeim á þeirra forsendum. Hrein hópkennsla á hljóðfæri er engan veginn sambærileg einkakennslu enda skilar hún nemendum ekki sömu eftirfylgni og sveigjanleika. Því er viðbúið að nemendur sem aðeins fá hóptíma á sitt hljóðfæri öðlist minni færni en nemendur sem njóta einstaklingsbundinnar kennslu. Fæst okkar sem störfum við tónlistarkennslu höfum áhuga á að búa til tvöfalt kerfi þar sem einungis þau sem geta borgað fyrir aukatíma utan hópkennslu ná góðri færni á sitt hljóðfæri eins og raunin hefur orðið í mörgum nágrannalöndum okkar. Það er ekki jafnrétti til náms. Því ættu borgaryfirvöld frekar að leggja áherslu á að gera gæðanám aðgengilegra fleirum óháð þjóðfélagsstöðu í stað þess að hola kerfið að innan. Munum að músíkalitet fer ekki í manngreinarálit. Íslendingar eiga fjölmargt afreksfólk á sviði tónlistar. Í mínum geira, klassíska geiranum, starfa Íslendingar sem einleikarar, stjórnendur, hljómsveitaspilarar og kammertónlistarmenn um allan heim og íslenskir tónlistarnemar eru fyllilega samkeppnishæfir þegar keppt er um pláss í tónlistarháskólum erlendis. Á Íslandi, þar sem búa rúmlega 370.000 manns eru starfræktar 2 sinfóníuhljómsveitir atvinnufólks, 3 (!) ungmennasinfóníuhljómsveitir auk fjölmargra kammerhópa. Þá er ótalinn mikill fjöldi sjálfstætt starfandi atvinnutónlistarfólks sem starfar þvert á stíla og allt það áhugafólk sem leikur á hljóðfæri og syngur sér og öðrum til ánægju og lífsfyllingar. Þessi gróska verður ekki til úr engu. Hún er afrakstur þrotlausrar vinnu og æfinga undir leiðsögn fagfólks sem allt er atvinnufólk á sínu sviði – og þeirrar einstaklingsbundnu leiðsagnar sem við getum veitt í tónlistarskólakerfi sem er einstakt á heimsvísu. Kæru borgarfulltrúar, mér er málið skylt á marga vegu. Í öðru tónlistarskólakerfi en því íslenska hefði ég einfaldlega aldrei átt möguleika á því að gera tónlist að ævistarfi. Ég bý einnig svo vel að hafa tveggja áratuga reynslu af tónlistarkennslu, bæði hér heima og erlendis þar sem ég hef kynnst mismunandi kerfum af eigin raun. Hér heima kenni ég bæði einkakennslu og hópkennslu samkvæmt námsskrá í Tónskóla Sigursveins og er því í einstakri stöðu til þess að gefa ykkur innsýn inn í vinnu okkar sem störfum í tónlistarskólunum og menntum framtíð íslenskrar tónlistar. Sú innsýn er nauðsynleg þegar taka á ákvarðanir um framtíð kerfisins. Ég og nokkrir frábærir kollegar mínir í Tónskóla Sigursveins og Suzukitónlistarskólanum Allegro bjóðum ykkur að fylgja okkur eftir í kennslu til að kynnast ólíkum kennsluaðferðum og læra um vinnu okkar og nemendanna. Hafið samband við skrifstofur skólanna sem leiða okkur saman. Verið velkomin í spilatíma, við hlökkum til að sjá ykkur! Höfundur er víóluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun