Brynjar Ingi á listum sem enginn vill vera á Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 08:00 Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga. Getty/Juan Mauel Serrano Arce Eftir afar hraðan uppgang á síðasta ári hefur miðvörðurinn og landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átt afar erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð í Noregi. Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira