Flokkarnir hafi verið gerðir að ríkisstofnunum með háum framlögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 10:49 Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem há opinber framlög til stjórnmálaflokka eru gagnrýnd. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að dregið verði úr opinberum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir segja há framlög til flokkanna undanfarin ár hafa dregið úr stjórnmálastarfi þeirra. Flokkarnir hafi í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“ Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“
Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00