Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2022 07:15 Fylgst með ávarpi konungs. AP/John Walton Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar England Skotland Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“