Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 11:51 Elísabet drottning í Balmoral-kastala síðastliðinn þriðjudag. AP Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum. Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum.
Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira