Leikskóli áfram í Staðarhverfi Skúli Helgason skrifar 6. september 2022 11:01 Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun