„Verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2022 09:00 Kristall Máni fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir U-21 árs landsliðið. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að axlarbrotna er hann fékk tækifæri í byrjunarliði norska stórliðsins Rosenborgar þá er Kristall Máni Ingason nokkuð brattur og segist ekki þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Vísir heyrði í honum hljóðið en meiðslin hefðu vart geta komið á verri tíma. Kristall Máni var án efa einn albesti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð er hann spilaði stóra rullu í liði Víkings sem varð Íslands- og bikarmeistari. Hann hafði spilað eins og engill í sumar er Rosenborg ákvað að kaupa kappann. Hann hafði aðallega komið inn af bekknum en gegn Tromsö um liðna helgi var hann í byrjunarliðinu. Segja má að Kristall Máni hafi nýtt tækifærið þó Rosenborg hafi tapað en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Það síðari skoraði hann axlarbrotinn en hann lenti illa á stönginni er hann skoraði fyrra mark sitt. Ljóst er að Kristall Máni verður frá keppni næstu vikurnar en hann lætur það lítið á sig fá. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég slepp við aðgerð svo það má segja að þetta hafi farið betur en á horfðist. Ég er samt í fatla núna og þarf að hvíla öxlina sem mest næstu daga. Þetta á samt að gróa að sjálfu sér, ég fer svo aftur í myndatöku eftir viku og þá sjáum við hvort þetta sé að gróa rétt. Ef ekki þá þarf ég að fara í aðgerð.“ „Ég lá í svona 15 sekúndur eftir að ég skoraði. Sjúkraþjálfarinn kom og spurði hvernig mér liði, ég sagði strax að ég væri brotinn en ég veit ekkert hvort hann trúði mér. Hann skoðaði mig en ég lét hann bara vita að ég væri að fara halda áfram. Ég var ekki að fara af velli þegar ég var nýbúinn að skora og minnka muninn í 2-1. Á þeim tímapunkti ertu bara með fókusinn á að skora annað mark.“ Það var nákvæmlega það sem Kristall Máni gerði en ásamt því að spila tæpar 50 mínútur með brotna öxl þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi úr vítaspyrnu sem Rosenborg fékk skömmu eftir að Kristall Máni hafði minnkað muninn. „Ég byrjaði frammi af því annar af framherjunum okkar var veikur. Var ekki viss hvort ég hefði átt að byrja á miðjunni en ég byrjaði leikinn allavega frammi í hans stað. Sá leikmaður hefur verið vítaskyttan okkar en á fundinum okkar fyrir leik sagði þjálfarinn að ég yrði vítaskyttan í dag,“ sagði Kristall Máni aðspurður hvernig það hefði komið til að hann færi á punktinn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Bæði mörkin sem og þegar Kristall Máni lendir á stönginni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlar að nýta tækifærið til að styrkja aðra þætti Eins og áður sagði er tímasetningin á meiðslunum frekar ömurleg þar sem hinn tvítugi Kristall Máni er tiltölulega nýkominn út í atvinnumennsku á nýjan leik og U-21 árs landslið Íslands mætir Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM í lok septembermánaðar. „Ég er ekkert búinn að vera pirraður, svona bara gerist og maður getur ekkert verið að pirra sig á því. Ég verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður. Auðvitað er þetta alveg erfitt því maður er nýkominn af stað hérna úti en ég get farið að æfa mig í öðru, orðið sterkari. Ég horfi á þetta sem tækifæri til að verða betri í öðrum þáttum.“ „Ég er ekkert stressaður fyrir þessum umspilsleikjum, strákarnir vinna alltaf Tékkland,“ sagði Kristall Máni um umspilsleikina mikilvægu. Kristall Máni í leik með U-21 landsliði Íslands gegn Portúgal.Vísir/Vilhelm „Vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp“ Rosenborg er án efa eitt af stærstu liðum Norðurlanda en liðið hefur alls orðið Noregsmeistari 26 sinnum, síðast þó árið 2018. Liðið hefur verið í lægð en í kristalkúlu sinni sér Kristall Máni fram á bjarta tíma, er það ein helsta ástæða þess að hann samdi við liðið. Það og góða stemningin í stúkunni en hún skiptir þennan stórskemmtilega leikmann miklu máli. „Ég vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp frekar en á leiðinni niður. Held að Rosenborg sé rétta liðið hvað það varðar. Vildi vera partur af því og svo vissi ég að stuðningsmennirnir hérna væru geggjaðir. Er mikill stemningsmaður og vill vera í stemningu.“ Að endingu var Kristall Máni spurður hvernig lífið í Noregi væri. Hann sagðist finna sig nokkuð vel í Þrándheimi. First training for @RBKfotball pic.twitter.com/Wvn3nLXyMw— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) July 31, 2022 „Mér líður mjög vel hérna. Þetta er ekkert það stór borg en mjög fín og frekar róleg. Það er smá eins og allt sé í slow motion hérna, sem er bara fínt. Ég bý einn en það er leikmaður í liðinu hérna við hliðina á mér og við erum mjög nálægt æfingasvæðinu sem er bara mjög þægilegt.“ Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira
Kristall Máni var án efa einn albesti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð er hann spilaði stóra rullu í liði Víkings sem varð Íslands- og bikarmeistari. Hann hafði spilað eins og engill í sumar er Rosenborg ákvað að kaupa kappann. Hann hafði aðallega komið inn af bekknum en gegn Tromsö um liðna helgi var hann í byrjunarliðinu. Segja má að Kristall Máni hafi nýtt tækifærið þó Rosenborg hafi tapað en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Það síðari skoraði hann axlarbrotinn en hann lenti illa á stönginni er hann skoraði fyrra mark sitt. Ljóst er að Kristall Máni verður frá keppni næstu vikurnar en hann lætur það lítið á sig fá. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég slepp við aðgerð svo það má segja að þetta hafi farið betur en á horfðist. Ég er samt í fatla núna og þarf að hvíla öxlina sem mest næstu daga. Þetta á samt að gróa að sjálfu sér, ég fer svo aftur í myndatöku eftir viku og þá sjáum við hvort þetta sé að gróa rétt. Ef ekki þá þarf ég að fara í aðgerð.“ „Ég lá í svona 15 sekúndur eftir að ég skoraði. Sjúkraþjálfarinn kom og spurði hvernig mér liði, ég sagði strax að ég væri brotinn en ég veit ekkert hvort hann trúði mér. Hann skoðaði mig en ég lét hann bara vita að ég væri að fara halda áfram. Ég var ekki að fara af velli þegar ég var nýbúinn að skora og minnka muninn í 2-1. Á þeim tímapunkti ertu bara með fókusinn á að skora annað mark.“ Það var nákvæmlega það sem Kristall Máni gerði en ásamt því að spila tæpar 50 mínútur með brotna öxl þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi úr vítaspyrnu sem Rosenborg fékk skömmu eftir að Kristall Máni hafði minnkað muninn. „Ég byrjaði frammi af því annar af framherjunum okkar var veikur. Var ekki viss hvort ég hefði átt að byrja á miðjunni en ég byrjaði leikinn allavega frammi í hans stað. Sá leikmaður hefur verið vítaskyttan okkar en á fundinum okkar fyrir leik sagði þjálfarinn að ég yrði vítaskyttan í dag,“ sagði Kristall Máni aðspurður hvernig það hefði komið til að hann færi á punktinn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Bæði mörkin sem og þegar Kristall Máni lendir á stönginni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlar að nýta tækifærið til að styrkja aðra þætti Eins og áður sagði er tímasetningin á meiðslunum frekar ömurleg þar sem hinn tvítugi Kristall Máni er tiltölulega nýkominn út í atvinnumennsku á nýjan leik og U-21 árs landslið Íslands mætir Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM í lok septembermánaðar. „Ég er ekkert búinn að vera pirraður, svona bara gerist og maður getur ekkert verið að pirra sig á því. Ég verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður. Auðvitað er þetta alveg erfitt því maður er nýkominn af stað hérna úti en ég get farið að æfa mig í öðru, orðið sterkari. Ég horfi á þetta sem tækifæri til að verða betri í öðrum þáttum.“ „Ég er ekkert stressaður fyrir þessum umspilsleikjum, strákarnir vinna alltaf Tékkland,“ sagði Kristall Máni um umspilsleikina mikilvægu. Kristall Máni í leik með U-21 landsliði Íslands gegn Portúgal.Vísir/Vilhelm „Vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp“ Rosenborg er án efa eitt af stærstu liðum Norðurlanda en liðið hefur alls orðið Noregsmeistari 26 sinnum, síðast þó árið 2018. Liðið hefur verið í lægð en í kristalkúlu sinni sér Kristall Máni fram á bjarta tíma, er það ein helsta ástæða þess að hann samdi við liðið. Það og góða stemningin í stúkunni en hún skiptir þennan stórskemmtilega leikmann miklu máli. „Ég vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp frekar en á leiðinni niður. Held að Rosenborg sé rétta liðið hvað það varðar. Vildi vera partur af því og svo vissi ég að stuðningsmennirnir hérna væru geggjaðir. Er mikill stemningsmaður og vill vera í stemningu.“ Að endingu var Kristall Máni spurður hvernig lífið í Noregi væri. Hann sagðist finna sig nokkuð vel í Þrándheimi. First training for @RBKfotball pic.twitter.com/Wvn3nLXyMw— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) July 31, 2022 „Mér líður mjög vel hérna. Þetta er ekkert það stór borg en mjög fín og frekar róleg. Það er smá eins og allt sé í slow motion hérna, sem er bara fínt. Ég bý einn en það er leikmaður í liðinu hérna við hliðina á mér og við erum mjög nálægt æfingasvæðinu sem er bara mjög þægilegt.“
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira