Vekjum risann, tökum upp spjótin Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun