Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 16. ágúst 2022 16:01 Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun